Bjarni Jó snýr aftur eftir lærdómsríka árspásu

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Bjarni Jóhannsson er mættur aftur í þjálfun eftir að hafa tekið sér árspásu. Bjarni hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss sem leikur í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í sumar. Hann gerir tveggja ára samning við félagið. Bjarni hefur verið í þjálfun í meira en 30 ár og komið víða við á ferlinum. Næsta stopp er Selfoss þar sem hann stefnir að koma liðinu aftur upp í Lengjudeildina eftir vonbrigðarsumar. Selfoss er félag sem á ekki að vera í 2. deild í fótbolta. Í þættinum fer Bjarni yfir nýtt verkefni á Selfossi og hann fer vel yfir fríið sem hann tók frá þjálfun. Þessi mikli reynslubolti er gríðarlega spenntur að hefjast handa á nýjan leik.