BÁN: Sjö stig og sjö mörk skoruð - Aron og GÖ á línunni

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Egill Sigfússon var sérstakur gestur í Boltanum á Norðurlandi á fimmtudagskvöld. Þeir Aksentije Milisic og Sæbjörn Steinke fóru yfir það helsta með Agli. KA og Þór unnu en Þór/KA og Tindastóll töpuðu. Farið var vel yfir sigur KA á Dalvíkurvelli, tveir vítadómar, glórulaus tækling og einkunnagjöf á leikmenn KA. Þórsarar unnu 4-1 í Boganum og strákarnir heyrðu í Ólafi Aroni sem þótti eiga góðan leik á miðjunni í liði Þórsara. KA er með sjö stig eftir þrjá leiki og Þór hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Pape Mamadou Faye skoraði í fyrsta leik en það dugði skammt fyrir Stóla. Hringt var í GÖ vélina sem leikur með bláum Dallas í sumar og loks var spáð í spilin fyrir næstu leiki. Þátturinn er í boði PSA Studios, Kaffid.is og Vamos.