Atli Hrafn: Stefnir alltaf hærra en þar sem þú ert

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Atli Hrafn Andrason er uppalinn KR-ingur sem farið hefur víða á sínum ferli þrátt fyrir ungan aldur. Atli er 24 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem skrifaði undir hjá HK í desember. Hann varð Íslandsmeistari með 3. flokki KR árið 2014 og samdi við Fulham sumarið 2016. Hann var á Englandi í tvö og hálft ár. Næsta stopp var Víkingur, svo Breiðablik, næst ÍBV og loks HK. Atli lék á sínum tíma 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Í spjallinu við Sæbjörn Steinke fór hann yfir ferilinn til þessa. Hann fer yfir tímann hjá Fulham, sumarið 2019 með Víkingi, þjálfarana Óskar Hrafn og Arnar Gunnlaugsson, tímann í Eyjum og ákvörðunina að fara í HK.