Ástríðan - Uppgjör í 2. deildinni - Gestir frá toppliðum og lið ársins

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport, ICE, Preppbarsins og svo er nýjasti vinur Ástríðunnar í miðbænum Session Craft Bar. Sverrir Mar og Óskar Smári fengu í heimsókn góða gesti frá toppliðunum tveimur. Guðmundur Axel frá Þrótti R. og Maggi Matt frá Njarðvík mættu í spjall þar sem farið var yfir tímabil liðanna í ár, framhaldið og fleira. Guðmundur Axel svaraði fyrir gagnrýni Ástríðunnar undanfarna mánuði auk þess sem hann fór vel yfir hvað er í vændum í Laugardalnum.Maggi Matt mætti með risa tilkynningu í þáttinn, fór yfir breytingar á liðinu á undurbúningstímabilinu, hvaða leikmenn verða áfram með nýjum þjálfara og hvað gerir Bjarna Jó að Bjarna Jó. Lið ársins, besti leikmaður, efnilegastur og þjálfari ársins allt tilkynnt og rætt vel í þættinum. Hlustaðu í spilaranum hér, í Podcast appinu eða á Spotify.