Ástríðan á aðventunni - Hvað er að frétta?
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Strákarnir í Ástríðunni, Sverrir Mar, Gylfi Tryggva og Óskar Smári, hittust og spjölluðu um allt sem tengist 2. og 3. deild karla í fótbolta og það sem tengist þeim ekki neitt. Meðal umræðuefna voru öll helstu félagaskipti liða í deildunum, þjálfaramál, sameining Leiknis F. og Fjarðabyggðar, óeining í Kormáki/Hvöt og hvaða lið eru ný í deildunum. Einnig tilkynntu þeir Bola-Mann Ársins í ástríðunni og Sverrir Mar sagði skemmtilega frá frægðarför Óskars Smára í MK. Þátturinn er í boði Bola og Ölgerðarinnar og er hægt að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.