Ástríðan - 6. umferð - Línur skýrast aldrei í 3. deild og Ægir fékk á sig mark
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Sverrir Mar, Gylfi Tryggva og maðurinn sem skrifar löngu viðtölin, Sæbjörn Steinke, settust niður og fóru yfir sjöttu umferðina í 2. og 3. deild karla. Meðal umræðuefnis: ÍR harka inn öðrum sigri í röð, Luka Jagacic gæti fengið sparkið frá Reyni S., Ægismenn fengu á sig sitt fyrsta mark en unnu þó, Rafael Victor er hinn nýji Cristofer Rolin, fyrsti sigur ÍH stoppaði Augnablik, Víðir með virðingu eftir helgina, Kári reif sig í gang og KFS með sigur á Hvolsvelli. Þátturinn er í boði Bola, Jako, Ice og Acan.is. Hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.