Aron Sig um Horsens, Union og landsliðið - „Pæla ekki allir í því eða?"

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson gekk í raðir danska félagsins Horsens síðasta haust en þangað kom hann frá belgíska félaginu Royale Union Saint-Gilloise. Aron ræddi við Sæbjörn Steinke um tímabilið í Danmörku, skiptin frá Union, ævintýri Union í Belgíu, framherja Brighton og landsliðið svo eitthvað sé nefnt. Hann lék stórt hlutverk þegar Horsens fór upp úr dönsku B-deildinni á dögunum og verður í Superliga á komandi tímabili.