Arnór Smára spilar í fyrsta sinn í íslensku deildinni

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Seinni hluti útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977 laugardaginn 20. febrúar. Arnór Smárason, leikmaður Vals, kom í heimsókn. Arnór er 32 ára og er að fara að spila sitt fyrsta tímabil í íslensku deildinni. Hann hefur verið erlendis frá unga aldri og spilað í Skandinavíu, Hollandi og Rússlandi. Hann gekk í raðir Valsmanna í vetur. Í þessari klippu er einnig símaviðtal við Helga Val Daníelsson sem er kominn aftur í baráttuna eftir erfið meiðsli.