Arnar gerir upp janúarverkefnið - „Viljum ekki vera lið sem er fyrirsjáanlegt"
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Ísland lék tvo vináttuleiki í janúar, fyrri leikurinn var gegn Eistlandi og sá seinni var gegn Svíþjóð. Leikið var í Portúgal, fyrri leikurinn endaði með jafntefli en seinni leikurinn tapaðist. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson ræddi við Sæbjörn Steinke og voru leikirnir gerðir upp. Rætt var um leikkerfi, leikmenn sem heilluðu, seinni vítaspyrnuna gegn Eistlandi og ýmislegt annað. Arnar segir að það sé ekkert leyndarmál að einhverjir í þessum hópi komi til greina í næstu landsleiki. Þegar líður á viðtalið er Arnar spurður út í marsverkefnið þar sem alvaran hefst, fyrsti leikur í undankeppni EM er gegn Bosníu á útivelli. Gæti Albert Guðmundsson verið með í því verkefni?