Áramótabomba Heimavallarins - Glerþök mölvuð

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Árinu 2020 er að ljúka og Heimavöllurinn hendir í áramótauppgjörsþátt af því tilefni. Gestir: Sveindís Jane, Ingibjörg Sigurðardóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir. Hápunkti ársins var náð á þriðjudagskvöldið þegar íslenskar knattspyrnukonur komu, sáu og sigruðu í kjöri á íþróttamanni, þjálfara og liði ársins. Heimavöllurinn fer yfir allt það helsta og heyrir í mögnuðum gestum. Nýjasta atvinnukonan okkar, Sveindís Jane, segir frá félagaskiptunum til þýsku risanna í Wolfsburg. Ingibjörg Sigurðardóttir fer yfir magnað ár í Noregi og við ræðum landsliðsþjálfarastöðuna ómönnuðu við goðsögnina Vöndu Sigurgeirsdóttur sem bæði lék með og þjálfaði liðið á sínum tíma. Þar að auki rifja þáttastýrur upp ýmis eftirminnileg atvik frá árinu sem er að líða.