Aðeins meiri ástríða - Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Sverrir Mar og Gylfi Tryggva fengu Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara KFS, til sín í spjall. KFS fengu 4 stig úr fyrstu 8 leikjum sumarsins áður en allt snérist við og endaði liðið í 6. sæti deildarinnar með 34 stig, 7 stigum frá 2. sæti. Meðal annars ræða þeir við Gunnar Heiðar um leikstíl og uppbyggingu liðsins, hvernig gekk að halda trúnni á verkefnið, upphafið á þjálfaraferli Gunnars Heiðars og mögulega framtíð hans í fótboltanum. Einnig komu þeir inn á Dr. Hjalta, the BoomBoom room og fleira. Hlustaðu á þetta áhugaverða spjall í spilaranum hér fyrir ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.