Á réttri leið eftir frækinn sigur í Danmörku
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Ísland vann frækinn sigur gegn Danmörku í lokaleik sínum á árinu í gær. Þetta var síðasti leikur Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar en stelpurnar tóku níu stig í sex leikjum. Guðmundur Aðalsteinn fékk þá Magnús Hauk Harðarson, þjálfara Fjölnis, og Óskar Smára Haraldsson, þjálfara Fram, í heimsókn í dag til að gera upp leik gær dagsins. Einnig var farið yfir árið í heild sinni og framhaldið. Er liðið á réttri leið eftir miklar breytingar?