#66 – Frábær Q3 og horfur góðar - basl í fraktinni – Bogi Nils Bogason

Flugvarpið - Ein Podcast von Jóhannes Bjarni Guðmundsson

Podcast artwork

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fer yfir stöðu félagsins eftir öflugt uppgjör 3. ársfjórðungs og horfurnar framundan. Icelandair skilaði yfir 11 milljörðum króna í hagnað eftir skatta á 3. ársfjórðungi og bókunarstaða í farþegafluginu er góð. Fraktstarfsemin gengur hins vegar illa og áskorun verður að snúa þeim rekstri á réttan kjöl. Þá blasa við ýmsar kostnaðarhækkanir og áskoranir í rekstrarumhverfinu auk þess sem innleiðing nýs Airbus flota er á döfinni á næstu misserum sem verður stórt verkefni.