83) Fljúgum hærra - Lady Gaga
Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Lady Gaga hefur átt alveg magnaðan feril, ekki bara sem tónlistarkona og trendsetter heldur líka sem leikkona. Hún fór frá því að vinna sem gogo dansari á sveittum rokk klúbbum í New York yfir í að verða ein áhrifamesta tónlistarkona seinustu 15 ára og syngja bæði danstónlist, ofurballöður og jazz og gera það allt frábærlega vel.