82) Fljúgum hærra - Claire Aho. Finnsk gleði
Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Glaðværð og litadýrð einkenndi auglýsingamyndir hinnar finnsku Claire Aho sem myndaði Marimekko fatnað við fæðingu þess fræga vörumerkis. Claire fæddist inn í bransann og var ekki há í loftinu þegar hún fékk að fara með pabba sínum og frænda í kvikmyndaleiðangra til Lapplands. Seinna varð hún hluti af hinu þekkta kvikmyndafyrirtæki fjölskyldunnar, Aho&Soldan og varð svo fræg fyrir að vera eina konan sem kvikmyndaði Ólympíuleikana í Finnlandi árið 1952. Hún var þrælsnjöll...