53) Fljúgum hærra - Carole King

Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Kategorien:

Þó nafn Carole King hringi ekki strax bjöllum hjá einhverjum þá er hún einn virtasti og farsælasti kvenkyns lagahöfundur 20. aldarinnar í Bandaríkjunum. Auk þess að eiga sjálf eina af mest seldu plötum allra tíma þá hefur hún samið yfir 100 lög sem hafa náð inn á Billboard Hot 100 listann og hafa yfir 1000 tónlistarmenn flutt lögin hennar í gegn um tíðina.