43) Fljúgum hærra - Sia
Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Á einhverjum tímapunkti á ferlinum komst Sia að því að hún vildi ekki verða þekkt andlit, bókstaflega. Hún vildi bara bara vera konan bak við tjöldin sem semdi lög fyrir margar af stærstu tónlistarstjörnum dagsins í dag. En þegar hún svo sjálf átti hvern risa smellinn eftir annan þá voru góð ráð dýr og þannig kom hárkollan fræga, sem náði niður fyrir nef til sögunnar.