27) Fljúgum hærra - Róisín Murphy (Moloko)
Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Róisín Murphy hóf tónlistarferilinn eiginlega alveg óvart þegar hún hitti strák í partýi sem hana langaði til að kynnast betur, vatt sér upp að honum og notaði svo súra pick up línu að hann gat ekki annað en boðið henni á deit og saman urðu þau svo dúettinn Moloko. Þegar þau svo nenntu ekki lengur að vera kærustupar einhverjum árum seinna ákveður hún að demba sér í sólóferil og þar koma við sögu speglaflísar, risahumar, rándýrt plötucover, trúðabúningar og ítölsk tökulög svo eitthvað sé nefnt...