24) Fljúgum hærra - Homai Vyarawalla, fyrsti kvenfréttaljósmyndari Indlands
Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

„Þessi stelpa hættir ekki fyrr en hún er búin að blinda mig“ sagði Gandhi einhvertímann þegar hann var orðinn leiður á flassinu hennar Homai Vyarawalla. Hún var fyrsti konan í Indlandi sem starfaði sem fréttaljósmyndari og þekkt undir dulnefninu Dalda 13. Hún myndaði helstu stórviðburði í sínu landi, lítil snaggaraleg kona á reiðhjóli, klædd í sarí með þunga myndavél á öxlinni.