19) Fljúgum hærra - Norah Jones

Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Kategorien:

Norah Jones hefur átt einstaklega farsælan tónlistarferil alveg frá því fyrsta platan hennar kom út fyrir 20 árum síðan og sló alveg rækilega í gegn öllum að óvörum. Hún hefur selt yfir 50 milljón plötur og unnið 9 Grammy verðlaun. Sungið með Willie Nelson, Dolly Parton, Mike Patton og Foo Fighters svo eitthvað sé nefnt og Billboard Magazine setti hana á toppinn yfir merkilegustu jazz tónlistarmenn fyrsta áratugar þessarar aldar.