15) Fljúgum hærra - Kate Bush

Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Kategorien:

Kate Bush er ein allra merkilegasta tónlistarkona okkar samtíðar. Þegar jafnaldrar hennar voru að taka út unglingaveikina sat hún heima við píanóið og samdi lög sem við erum að hlusta á enn þann dag í dag og eru alveg jafn góð og þau voru þá. Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum og er ein af fáum sem getur látið sig hverfa algerlega úr sviðsljósinu árum saman en fellur aldrei í gleymsku.