1) Fljúgum hærra - Linda Perry (4 Non-Blondes)

Fljúgum hærra - Ein Podcast von Lovísa og Linda

Kategorien:

Í þessum fyrsta þætti ætlum við að fræðast aðeins um Lindu Perry. Það þekkja eflaust allir lagið What´s up með 4 Non-Blondes, hljómsveitinni hennar sem gaf út eina plötu 1992, átti þennan risa smell og hvarf síðan af sjónarsviðinu. En Linda Perry hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan og ætlum við að segja ykkur frá því hvað hún hefur verið að bralla í öll þessi ár þar sem koma við sögu tónlistardívur eins og Pink, Christina Aguilera, Courtney Love og sjálf Dolly Parton.