30 – Allir norskir stýrimenn heita Bárður

Flimtan og fáryrði - Ein Podcast von Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson

Gunnlaugur og Ármann ræða áhugaleysi fræðimanna á austmönnum í sögunum sem hefur snúist við seinustu áratugi. Margt fleira bera á góma, m.a. skrárnar í útgáfum Guðna Jónssonar, dönsku og bresku kvennablöðin, heimildagildi Íslendingasagna, hvernig sé að vera tvíburi, Velvakandi, innflytjendauppruni Ármanns, verð á skírnarathöfnum fyrir hlaðvarpsstjórnendur og Ármann nær að koma að tilvitnun í þýska heimspekinginn Georg Simmel.