Koma unglingsárin með kröfum um kynlíf og neyslu?

Að þessu sinni er það unglingurinn Lilja Björk í Fjölskyldunni ehf. sem spjallar við ömmu og Móeyju Pálu. Hún lýsir því hvernig er að vera unglingur og spjallar opinskàtt um áskoranirnar sem því fylgja. Hvernig á að velja framhaldsskóla sem hentar? Skiptir félagslífið meira máli en námið, eða öfugt? Hvernig er einkalíf unglingsins inn á stóru heimili? Hvenær þarf að taka til og þrífa? Lilja Björk svarar hreinskilningslega, líka þegar amman spyr um pressuna sem fylgir því að stunda kynlíf, drekka eða gera eins og ,,hinir”.Katla á lokaorðin að vanda, skemmtileg og skorinorð.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Om Podcasten

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.