Drengjauppeldi og allar sálirnar í sveitinni

Ömmgurnar komu sér vel fyrir á meðan Adeline Brynja svaf og tóku upp þátt vikunnar. Hlustendur hafa beðið um að ýmis umræðuefni séu tekin fyrir og í þættinum var drengjauppeldi efst á baugi, í takt við umræðu samfélagsins.Margrét Pála hefur rannsakað og unnið með kynjaskipt skólastarf í fjölda mörg ár og hafði sitthvað um málið að segja. Hvernig skal mæta drengjum í skólastarfi og hvers vegna græða drengir á kynjaskiptu skólastarfi? Hvað fara drengirnir okkar á mis við í samfélaginu og hvernig getum við bætt þeim það upp öllum til góða? Móey Pála segir frá skemmtilegri og jákvæðri nálgun í uppbóttarvinnu kynjanna.Katla er enn í sauðburði og spjallaði við Eggert bónda í lok þáttar um þennan stórfenglega tíma og allar sálirnar sem hann ber ábyrgð á.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Om Podcasten

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.