Stefán Pálsson [Upphitun // FH - FRAM]

Er FH orðið að stórveldi að mati sagnfræðinga? Hverskonar bjór væri Fram? Stefán Pálsson, sagnfræðingur, bjóráhugamaður en fyrst og fremst Framari, var gestur hjá Orra Frey sem hitaði upp fyrsta næstu viðureign FH í Bestu deild karla.

Om Podcasten

Menn og málefni FH eru krufin til mergjar í hlaðvarpsþáttum sem enginn málsmetandi knattspyrnuunnandi má missa af. Þáttastjórnendur fara ofan í kjölinn á brýnustu málum félagsins hverju sinni í bland við að baða sig upp úr fortíðarljóma fyrrum daga. Umsjón með dagskrágerð er í höndum Orra Freys, Jóns Páls, Jóns Más og Doddason bræðra.