Kristján Gauti Emilsson // Kvikmyndahandrit og Liverpool

Kristján Gauti Emilsson fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður FH settist á pylsubarinn og fór yfir málin með Jóni Páli. Kristján Gauti fór yfir tíma sinn í yngri flokkum FH, ævintýrin í Liverpool er hann spilaði með Raheem Sterling og sagði okkur frá bíómynd sem hann er að skrifa handrit fyrir. Í lokin valdi hann sitt "besta" 11 manna lið. Hann gleymdi að segja hver myndi þjálfa það lið, en það yrði að sjálfsögðu þáttastjórnandinn sjálfur

Om Podcasten

Menn og málefni FH eru krufin til mergjar í hlaðvarpsþáttum sem enginn málsmetandi knattspyrnuunnandi má missa af. Þáttastjórnendur fara ofan í kjölinn á brýnustu málum félagsins hverju sinni í bland við að baða sig upp úr fortíðarljóma fyrrum daga. Umsjón með dagskrágerð er í höndum Orra Freys, Jóns Páls, Jóns Más og Doddason bræðra.