Helgi Valur // Íþróttasálfræðingur

Helgi Valur Pálsson er einn efnilegasti íþróttasálfræðingur landsins. Hann kennir íþróttasálfræði í HR og HÍ auk þess að halda fyrirlestra fyrir íþróttafélög, lögregluna og fleiri vinnustaði. Hann vinnur með íþróttamönnum í hverri viku og hjálpar þeim að vinna með kvíða, að byggja upp sjálfstraust, mental toughness og fleira. Helgi Valur var efnilegur knattspyrnumaður í FH og átti að taka við af Gumma Sævars sem bakvörður í FH-liðinu. Meiðsli eyðilögðu þann draum. Hann talar við okkur um árin í FH, Heimi Guðjóns, Óla Jóh, Gulla Gull og Pétur Viðarsson! Góða skemmtun

Om Podcasten

Menn og málefni FH eru krufin til mergjar í hlaðvarpsþáttum sem enginn málsmetandi knattspyrnuunnandi má missa af. Þáttastjórnendur fara ofan í kjölinn á brýnustu málum félagsins hverju sinni í bland við að baða sig upp úr fortíðarljóma fyrrum daga. Umsjón með dagskrágerð er í höndum Orra Freys, Jóns Páls, Jóns Más og Doddason bræðra.