Tasmaníutígurinn snýr aftur

Þetta helst - Ein Podcast von RÚV

Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum áform um að vekja aðra útdauða skepnu til lífsins. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu en dó endanlega út árið 1936, og var útdauðinn af manna völdum. Fyrirtækið Colossal í Bandaríkjunum, sem hingað til hefur einbeint sér að loðfílnum, hefur tekið höndum saman við vísindamenn í Melbourne sem vonast til að nýr Tasmaníutígur fæðist innan tíu ára. Þetta helst fjallaði um fortíð og framtíð Tasmaníutígursins.