Samsæri eðlufólksins úr annarri vídd
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Um árabil hefur breski samsæriskenningasmiðurinn David Icke reynt að vekja heimsbyggðina til vitundar um það sem hann álítur eitt mesta samsæri veraldarsögunnar, jú að heiminum sé stjórnað á bak við tjöldin af varasamri elítu eðlufólks, sem kom hingað til Jarðarinnar úr annarri vídd fyrir þúsundum ára. Allt valdamesta fólks heims sé í raun eðlur í mannsham sem hafi það markmið að kúga mannfólkið og stundi viðurstyggilegar athafnir í leyni. Þó kenningar Ickes hljómi fáránlega á hann sér tryggan hóp fylgjenda og margir viðrað þær kenningar á samfélagsmiðlum, til dæmis, eftir andlát Bretadrottningar að hún hafi verið eðla í raun. Þetta helst fer yfir feril Davids Icke og kenningarinnar um eðlufólkið.