Mannabein á Bessastöðum
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Þegar ráðist var í umbætur á aðgengi að kirkjunni á Bessastöðum, reyndust mannabein í jörðu hvar sem stungið var niður skóflu. Hundruð beinagrinda hvíla í jörðinni við bæinn. Ekki aðeins undir þeim fáu legsteinum sem sjá má í kirkjugarðinum. Sumar þeirra hafa gægst upp á yfirborðið að undanförnu. Leikarinn og arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson segir frá þessari stórmerkilegu kirkju og Hermann Jakob Hjartarsson segir frá beinagrindunum sem hann gróf upp. Þóra Tómasdóttir talaði við þá.