Kynlíf íslenskra ungmenna
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Þriðjungi færri fimmtán ára stúlkur stunda kynlíf nú en í upphafi aldar hér á landi. Þetta leiða niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna í ljós. Rannsóknin hefur verið gerð hér á landi á fjögurra ára fresti síðan 2006, með tilstyrk Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Rannsóknin nær til fjölda landa í Evrópu og Norður Ameríku. Spurt er út í alls konar þætti í lífum ungs fólks, eins og tengsl þeirra við foreldra og vini, mataræði, hreyfingu, tómstundarstarf og kynhegðun. Tæp 25 prósent stúlkna hér stunda kynlíf, en hlutfallið var 36 prósent árið 2006. 27 prósent stráka stunda kynlíf í 10. bekk, en þeir voru 29 prósent árið 2006. Hlutfall stelpna sem stunda ungar kynlíf hefur lækkað um þriðjung en hlutfall strákanna aðeins lítillega. Aðeins 18 prósent íslenskra tíundu bekkinga notuðu smokk við síðustu samfarir. En hvað þýðir þetta? Hvað útskýrir þessa þróun? Og hvernig stöndum við hér á landi í þessum málum samanborið við aðra þátttakendur í könnuninni í Evrópu og Norður-Ameríku? Í Þetta helst ræðir Katrín Ásmundsdóttir við Ársæl Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og faglegan stjórnanda Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, núna í lok mars, um niðurstöðurnar.