Hvað er verra en helvíti á jörð?
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Fimm mánuðir eru liðnir frá því að stríðið á milli Hamas og Ísrael hófst. Meira en 25000 palestínsk börn og konur hafa verið myrt síðan 7. október, milljónir eru á flótta við ólýsanlega hræðilegar aðstæður og samninganefndirnar neita að hittast. Gíslar eru í haldi á báðum vígstöðvum. Takmarkið? Óljóst. Uppræting Hamassamtakanna, segir forsætisráðherra Ísraels. Og að koma í veg fyrir að Gaza geti ógnað öryggi landsins. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í miðausturlandafræðum, sem er svartsýnn á framhaldið. Gaza er nú þegar orðið að helvíti á jörð og það á eftir að versna enn frekar á næstu vikum og mánuðum, segir hann.