Hjólað allt árið
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Sífellt fleira fólk velur að hjóla allt árið. Anna Hulda Ólafsdóttir skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni er ein þeirra sem hjólar nær allra sinna ferða. Hún segir innviðauppbyggingu á borð við hjólastíga skipta máli en að réttur búnaður og gott hjól skipti ekki síður máli. Þá sé mikilvægt að vinnustaðir geri fólki það auðveldara að fara til vinnu á hjóli, til dæmis með góðum hjólageymslum. Fyrsti eiginlegi hjólastígurinn var lagður á smá spotta á Laugaveginum fyrir rétt tæpum tveimur áratugum. Síðan þá hafa sérgreindir hjólastígar teygt sig nokkra tugi kílómetra um höfuðborgarsvæðið og einnig um landsbyggðina. Pawel Bartoszek er formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Hjá borginni er markmiðið að tíu prósent allra ferða verði farnar á hjóli árið 2025. Pawel segir að árið 2030 sé stefnt að því að fullburða net hjólastíga verði orðið að veruleika í höfuðborginni.