Heimilislæknar neita ábyrgð á háskömmtum ADHD lyfja

Þetta helst - Ein Podcast von RÚV

Sífellt fleiri fá uppáskrifuð ADHD-lyf og skammtastærðirnar eru stærri en nokkru sinni hafa verið rannsakaðar. Heimilislæknar vilja ekki lengur bera ábyrgð á háum skammtastærðum sem geðlæknar skrifa uppá. Hjartalæknirinn Helga Margrét Skúladóttir hefur einnig áhyggjur af stórum skömmtun lyfjanna og hefur séð alvarlegar afleiðingar þeirra á hjartadeild Landspítalans. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og Önnu Bryndísi Blöndal fagstjóra á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.