Harmleikur á leikvangi
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á völlinn að leik Arema FC og Persebaya Surabaya loknum, og fólk á flótta undan gasinu tróðst undir við útganga leikvangsins. Þetta er eitt versta stórslys í sögu fótboltans. Táragas hefur átt þátt í flestum mannskæðustu slysunum á fótboltaleikjum undanfarna áratugi, þrátt fyrir að öryggisviðmið FIFA mæli alfarið gegn beitingu táragass á leikvöngum. Þetta helst fjallaði um harmleikinn í Indónesíu og fleiri stórslys úr fótboltasögunni.