Forsætisráðherrarnir sem daðra við forsetann
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Þetta er ár mikilla breytinga. Við fáum nýjan forseta, nýjan borgarstjóra, nýjan biskup og að öllum líkindum nýjan forsætisráðherra. Það getur verið vandasamt að taka ákvarðanir sem kollvarpa veruleikanum. Fólk þarf að velta hlutum fyrir sér. Íhuga. Daðra við hugmyndina. Taka svo ákvörðun af eða á. En er það fordæmalaust, að forsætisráðherra íhugi alvarlega að reyna við Bessastaði? Alls ekki. Sunna Valgerðardóttir skoðar hvernig málum var háttað árið 1996, þegar forsætisráðherra Íslands var næstum því farinn í forsetaframboð og samstarfsmaður hans á þingi lét verða af því. Þeir voru þó ekkert einu mennirnir sem höfðu fengið menn að máli við sig. Því fer fjarri.