Endurgreiðslur til Hollywood á kostnað Kvikmyndasjóðs?

Þetta helst - Ein Podcast von RÚV

Kvikmyndabransinn á Íslandi er helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands. Fjórða serían af True Detective verður tekin upp hér. Sögusviðið er rannsóknarmiðstöð í Alaska þar sem dularfullir atburðir gerast og ekki ómerkari stórstjarna heldur en Jodie Foster þarf að leysa gátuna. Níu milljarðar í kassann og 35 prósenta endurgreiðsla frá ríkinu. Menntamálaráðherra og True North eru himinlifandi. Svo komu aðrar fréttir. Niðurskurður til Kvimyndasjóðs um þriðjung milli ára. Kvikmyndagerðarfólk segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu og spyr hvort það sé verið að hampa Hollywood á kostnað Íslands. Við litum aðeins yfir kvikmyndaumræðuna síðustu vikuna - sem hófst eins og áður segir, á fréttum af heimsókn frá Hollywood.