Brot Sigurjóns Ólafssonar gegn andlega fötluðu fólki
Þetta helst - Ein Podcast von RÚV

Kategorien:
Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli á Íslandi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Í málinu var brotið ítrekað gegn andlega fötluðu fólki en það hefur vakið hörð viðbrögð að aðeins einn maður hafi verið sóttur til saka. Fjórir aðrir karlmenn komu við sögu í málinu. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ævar Pálma Pálmason yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.