Átta stiga aðdragandi að manndrápum í nánum samböndum

Þetta helst - Ein Podcast von RÚV

Skoðun lögreglunnar á aðdraganda manndrápa í nánum samböndum, sýnir átta stig af nauðungarstjórnun. Lögreglan vil því að fólk þekki helstu einkenni stjórnunarinnar svo unnt sé að rjúfa vítahringinn áður en eitthvað hræðilegt gerist. Lögreglukonurnar Þóra Jónasdóttir og Marta Kristín Hreiðarsdóttir ræða um einkenni nauðungarstjórnunar. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir skerpa þurfi á notkun nálgunarbanns og tryggja öryggi þeirra sem vilja brjótast undan nauðungarstjórnun. Þóra Tómasdóttir ræddi við þær.