#7 - Þetta forn-egypska fólk var snjallara en við

Í þessum þætti spjöllum við um FORN EGYPTA og þær dularfullu ráðgátur sem fylgja þeirra sögu. Gestur þáttarins er Kara Rós Valþórsdóttir, ferðamálafræðinemi og sérstök áhugakona um Egyptaland hið forna. 
Hvernig geta þau mannvirki sem Forn-Egyptar skildu eftir sig verið svona fullkomin? Voru Forn-Egyptar gæddir ómannlegum ofurkröftum? Voru Forn-Egyptar og geimverur kannski með einhvers konar bandalag? Hvernig virkaði samfélag Egyptanna og hvers vegna gekk það upp svona lengi? Hvernig hrundi það? Ættum við að taka þetta samfélag okkur til fyrirmyndar? Fiðringur í heilanum, píramídinn í Giza, Kleópatra í gólfmottu og egypskir zombie-ar.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla