#3 - Þetta fullorðna fólk spáir í stjörnurnar

Í þessum þætti veltum við fyrir okkur áhuga mannfólks á STJÖRNUSPEKI. Gestur þáttarins er engin önnur en Helga Braga, Queen B baby lotion! Af hverju hefur mannfólk svona sterka tilhneigingu til þess að trúa á eitthvað æðra? Af hverju trúum við ennþá á stjörnuspeki þó að vísindin segi okkur annað? Kosmísk samsvörun, veðurstjörnuspeki, tunglið og tilfinningar, litla japanska punktakonan Yayoi Kusama og nýtt ljóð. ,,Við erum bara ein alda, ein bára í hafinu.”

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla