#19 - Þetta fullorðna fólk berskjaldar sig

Gestur þáttarins er Bjarni Snæbjörnsson leikari og höfundur. Við spjöllum um SJÁLFSVINNU, hinseginleikann, leiklist og berskjöldun Við tölum um fiðrildi, útópíur, hugleiðslu og innsæi. Hvernig vinnur man úr fortíðinni? Verður alltaf jafn erfitt að eiga erfið samtöl? Hvernig væri heimurinn ef við værum öll samþykkt og velkomin nákvæmlega eins og við erum? Hvernig endurforritar man sínar eigin minningar? Hvort eru vísundar eða víshundar á sléttum Ameríku? Segulmögnun, hugrekki, kvíði, react vs. response, glansmynd, að taka ábyrgð á sjálfum sér, tobemagnetic.com, Góðan daginn faggi, partavinna, kynslóðatrauma, að hlaupa beint í gegnum þrumuskýin til þess að komast í sólina, að endurforrita taugaenda, kvikmyndin Stutz eftir Jonah Hill.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla