#17 - Þetta fullorðna fólk sér handan þessa heims

Í þessum þætti hittum við Berglindi, miðil og heilara, sem við spjöllum við um miðlun, heilun, handanlífið og trú. Hún ber okkur meira að segja óvænt skilaboð úr öðrum víddum frá okkar persónulegu leiðbeinendum. Þessi þáttur kallar á gæsahúð, fiðring í heilann, efasemdir eða trú á drauga og handanlíf og jafn vel nokkur tár. Úff hún Berglind fer alveg með okkur... ,,Slæðan á milli heima er orðin mjög þunn, og því meira sem fólk er að vakna og sækja í þetta, þeim mun þynnri verður slæðan" Má ekki kaupa sér sín eigin tarotspil? Eru í alvörunni sjö víddir inní hverri vídd? Hvernig tengist maður handanlífinu? Getur hver sem er tengst því? Er þetta ekki scary? Verndarenglar, fyrri líf, tvíburasálir, tarotspil, pendúlar, rúnir, spádómar, skyggnigáfa, talnaspeki og berdreymi.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla