#16 - Þetta fullorðna fólk tekur áhættur og gerir mistök

Gestur þáttarins er Arna Magnea Danks, verðandi cameo drottning Íslands og ,,bullshit artist", að eigin sögn. Hún er lærð leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og ljóðskáld, og í þættinum ræðum við um atvinnu hennar; leiklistina, ljóðlistina og áhættuleikssenuna á Íslandi vs. Bretlandi. Egó, mistök, spuni, penni sem morðvopn, fyndnar sérhæfingar áhættuleikara, staðalímyndir, sjálfsást, við erum bjánar og lífið er stutt. ,,En ég trúði því aldrei sjálf, ekki fyrr en dauðinn beit í eyrað á mér eins og latneskur elskhugi”

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla