#14 - Þetta fullorðna fólk grínast og hlær

Gestur þáttarins er Ari Eldjárn, grínisti og uppistandari, og viðfangsefni þáttarins GRÍN og HLÁTUR. Við spjöllum við hann um hvenær hann byrjaði að fikta við grínið og hvenær hann ákvað að verða grínisti. Er grínisti ekki alvöru starf? Grínast fullorðið fólk? 
 Af hverju viljum við láta annað fólk hlæja? Af hverju finnst okkur svona vandræðalegt þegar fólk bommar á sviði? Hvað er fyndið? Má gera grín að hverju sem er? Hvaða hreima má grínast með? Uppistand, eftirhermur, hreimar, sketsar, flugþjónatrix, gríngreining, callback, meðvirkni-hlátur og killing them with kindness.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla