#13 - Þetta fullorðna fólk er here for the right reasons

Í þessum þætti ræðum við RAUNVERULEIKASJÓNVARP. Gestur þáttarins er einmitt sérfróður um það en það er hann Karl Ágúst Þorbergsson sviðslistamaður og fagstjóri sviðshöfundabrautar LHÍ. 

 Af hverju eru raunveruleikaþættir vinsælasta sjónvarpsefni í heimi? Af hverju viljum við fylgjast með alvöru fólki? Er þetta alvöru eða er þetta allt sviðsett? Af hverju vil ég vita það? Af hverju snúast svona margir raunveruleikaþættir um ástina? Af hverju tekur fullorðið fólk þátt í raunveruleikaþáttum? Er þetta venjulegt fólk? Er það allt ,,...here for the right reasons"? Við skoðum óljós mörk sviðsetningar og raunveruleika, aðskilnað líkama og sálar, narsissista, sjálf, pyntingar, tilfinningalegt uppnám, öfugan fatapóker og kapítalísku hugmyndina um ást og hjónaband hvítra, sískynja, gagnkynhneigðra Bandaríkjamanna. Bachelor, Survivor, Ultimatum, Love is Blind, Are You the One?, Naked Attraction, Project Runway, Circle, Selling Sunset, Is it Cake?, Susunu! Denpa Shōnen og Joe Schmo Show og svo mætti lengi telja... I’m here for the right reasons. Spoiler alert.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla