#11 - Þetta fullorðna fólk spilar leiki um leiki

Í þessum þætti fáum við til okkar Guðmund Felixson, spunaleikara og sviðshöfund, og við spjöllum við hann um FÓTBOLTA og FANTASY (Fantasy Premier League). Við tölum um það að verða góður í einhverju nýju, að tilheyra nýjum hópi og að tengjast öðrum í gegnum íþróttir og áhugamál.

 
Af hverju spila fleiri karlmenn en konur Fantasy? Af hverju horfa fleiri karlmenn en konur á fótbolta? Er þetta leið til þess að tengjast öðrum karlmönnum? Er góður fótboltaleikur eins og háklassa leikhúsupplifun? Af hverju spilar fólk leiki? Af hverju spilar fólk leik um leiki sem annað fólk spilar? Af hverju horfir fólk á annað fólk spila leik um annað fólk að spila leik? Af hverju talar fólk um annað fólk sem horfir á annað fólk að spila leik um annað fólk að spila leik? Úff, spila leik, lila speik? Bíddu nú við. Við erum alveg jafn ruglaðar og þú. Þú þarft örugglega bara að hlusta á þennan þátt.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla