EKKERT RUSL - Vala Kristín Eiríksdóttir, sú frábæra leikkona er mikill umhverfissinni og segist vilja leita jafnvægis á nýju ári. Okkur finnst að hún eigi að fara í pólitík. Aðalheiður Jakobsen eigand

Þessar tvær frábæru konur eru viðmælendur þessa fyrsta þáttar á nýju ári. Vala Kristín vill fá dópamínkikkið sem fylgir því að kaupa sér eitthvað en hún fer þá og dólar sér í Verzlanahöllinni og leitar að gersemum til þess að klæðast. Hún notar líka fjölnota dömubindi. Hún varð umhverfissinni um 12 ára gömul þegar hún heimsótti Sorpu í fyrsta sinn. Aðalheiður Jacobsen er frumkvöðull en hún stofnaði Netparta á Selfossi sem er bílapartasala en "next level". Þar eru um 30 þúsund bílapartar geymdir og flokkaðir eftir gríðarlegu skipulagi enda segist Aðalheiður raða fötunum sínum í skápinn eftir litum. Hún vill geta farið og fundinn bílapartinn án fyrirhafnar og án þess að verða skítug í leiðinni. Hún stofnaði fyrirtækið upp úr fjármálakreppunni þegar hún þurfti að finna sér eitthvað að gera. Þettaeru einstaklega skemmtilegir viðmælendur.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.