Ekkert Rusl - Steinunn Sigurðardóttir okkar farsælasti fatahönnuður og listakona segir okkur frá því hvernig hún umgengst klæðnað og talar um heiminn út frá fataframleiðslu.

Steinunn Sigurðardóttir er Íslands farsælasti fatahönnuður. Hún umgengst föt og textíl á sinn einstaka hátt enda eru líklega fáir með þá þekkingu sem hún hefur á ólíkum efnum, vefnaði og öllu því sem viðkemur að velja hvað passar best í flík. Hún vann á árum áður í stóru tískuhúsunum og fékk að byggja upp prjónadeildir heimsfrægra merkja. Nálgun hennar er einstök og það má enginn missa af þessum þætti, sem áhuga hefur á því hvernig við neytum og klæðum okkur og umhverfismálum því tengt.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.